Innlent

Rennslið sveiflast upp og niður

Skaftá í júní 2010.
Skaftá í júní 2010.
Sigþrúður Ármannsdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að segja til um hvort hlaupið í Skaftá hafi endanlega náð hámarki sínu. Undanfarinn sólarhring hafa verið sveiflur og náði rennslið toppum um átta leytið í gærkvöldi og aftur á miðnætti þegar það var um 340 rúmmetrar á sekúndu. Síðan féll það en fór að rísa aftur í morgun og er nú tæpir 300 rúmmetrar. Í hlaupinu í Skaftá í fyrra var rennslið þegar það var mest um 600 rúmmetrar á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×