Innlent

Páll Óskar heillaði þjóðhátíðargesti með einlægninni

Páll Óskar kom fram í ullarpeysu á nýja sviðinu í Herjólfsdal.
Páll Óskar kom fram í ullarpeysu á nýja sviðinu í Herjólfsdal. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Um tíu þúsund manns voru staddir í Herjólfsdal í gærkvöldi. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að þrátt fyrir að diskóskotið þjóðhátíðarlag Páls Óskars hafi verið umdeilt hafi hann slegið í gegn á einlægninni í gær.

Fólk hefur streymt að til Eyja síðustu daga til að taka þátt í þjóðhátíðahöldum, en Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar, telur að hátíðin verði lítið eitt fámennari í ár en í fyrra og býst við 14 þúsund manns. Hann telur að á ellefta þúsund manns séu þegar komnir og hafi skemmt sér í Herjólfsdal í gær.

Páll segir að þjóðhátíðarlag Páls Óskars hafi verið umdeilt en söngvarinn hafi heillað gesti með einlægninni og einfaldlega slegið í gegn.

Páll segir að nokkuð hafi rignt í gærdag. Nýtt varanlegt svið hefur nú verið tekið í notkun í Herjólfsdal, en Páll segir að það hafi slegið í gegn. Hann sér fyrir sér mikil tækifæri til sóknar í Eyjum á öðrum tímum en bara þjóðhátíðarhelgina og segir að Herjólfsdalurinn hafi sérstöðu til tónleikahalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×