Innlent

Samningafundi leikskólakennara lauk án niðurstöðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haraldur Freyr Gíslason er formaður félags leikskólakennara. Mynd/ Villi.
Haraldur Freyr Gíslason er formaður félags leikskólakennara. Mynd/ Villi.
„Það komu engar nýjar lausnir á fundinum. Hann var samt ekki til einskis,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Forystumenn félagsins fundaði í allan dag með viðsemjendum sínum um kjaramál. Haraldur segir að fundurinn í dag hafi verið mikilvægur varðandi framhald umræðna. Næsti fundur er á mánudaginn.

Haraldur segir að sú staðreynd að 96% félagsmanna hafi greitt atkvæði með verkfalli segi allt um þann hita sem sé í leikskólakennurum í málinu. Grunnlaun nýútskrifaðra leikskólakennara eru um 247 þúsund. „Við höfum talað um að við vildum fá 11% leiðréttingu á laununum,“ segir Haraldur, sem segist bjartsýnn á að hann fari senn að merkja samningsvilja hjá viðsemjendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×