Innlent

Þyrlusveitin sinnti ó­vana­legu út­kalli á Helga­felli

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Útkallið barst á sjöunda tímanum og þyrlan var lent á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan sjö.
Útkallið barst á sjöunda tímanum og þyrlan var lent á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan sjö. Vísir/Einar

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu á Helgafell í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir óvanalegt þyrlusveitin sé kölluð í svo stutt flug. 

Ásgeir segir að slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafi verið kallaðar út vegna slyssins en þegar komið var á svæðið hafi verið ljóst að snúið yrði að fara landleiðina að konunni og burðurinn yrði torsóttur. Því væri heppilegasta lausnin að senda þyrluna áleiðis. 

Þyrlan hafi þá verið tiltölulega nýlent eftir að hafa sótt mann sem slasaðist í mótorjólaslysi á Örlygshafnarvegi við Breiðuvík fyrr í dag og áhöfn hennar enn á vellinum. 

Ásgeir segir konuna hafa verið hífða upp í þyrluna og flutt á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið hennar og flutti á Landspítalann. 

„Það er óvanalegt að þyrlusveitin sé kölluð út í svona stutt flug, þetta gerist varla styttra,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×