Innlent

Fiskidagurinn mikli settur í dag

Fjöldi fólks sækir Dalvík heim á Fiskideginum mikla
Fjöldi fólks sækir Dalvík heim á Fiskideginum mikla
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli hefst á Dalvík hefst í dag. Þetta er í ellefta sinn sem hátíðin er haldin en hún verður sett í Dalvíkurkirkju klukkan sex með Vináttukeðjunni svokölluðu, þar sem fram koma meðal annars Friðrik Ómar og Matti Matt. Um fimm þúsund friðardúfublöðrum verður sleppt og flugeldum skotið á lofti.

Fiskverkendur og aðrir framtakssamir í byggðarlaginu bjóða gestum og gangandi upp á ljúffenga fiskrétti milli klukkan 11.00 og 17.00 á laugardag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó vinsælir réttir fyrir ára fái iðulega að halda sé, svo sem fiskborgararnir. Þeir eru grillaðir á lengsta grilli landsins en grillið er færiband og á því steikjast borgararnir um átta metra leið.

Frekari upplýsingar um hátíðina má finna með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×