Innlent

Mikil makrílveiði á nánast öllum miðum

Mikil makrílveiði er nú nánast á öllum miðum við landið og er hann orðinn pattaralegur eftir dvölina hér við land.

Skip og bátar af öllum stærðum og gerðum hafa leyfi til veiðanna og er kvótinn liðlega 150 þúsund tonn á þessari vertíð. Töluvert er farið að ganga á hann. Hann er unninn og frystur um borð í fjölveiðiskipunum og frystitogurunum, en töluverðu er landað fersku til vinnslu í landi, þar sem mikið er að gera.

Þrátt fyrir veiðigleðina eru sjómenn farnir að hafa áhyggjur af því að makríllinn gangi nærri öðrum fiskistofnum, þegar hann er í æti hér við land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×