Innlent

Rúmlega 1.200 nöfn á undirskriftalista Kvikmyndaskólans

Kvikmyndaskóli Íslands hefur nú hrint af stað undirskriftasöfnun með það fyrir augum að þrýsta á stjórnvöld að gera slíkan samning við skólann að honum verði kleift að starfa áfram. Nú þegar hafa rúmlega þúsund manns ritað nafn sitt á listann.

„Ég væri ekki fullkomlega heiðarlegur ef ég viðurkenndi ekki að á stundum hefur mér þótt skorta skilning á því starfi sem við höfum verið að vinna hér á undanförnum misserum." segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, í myndbandi sem er hluti af undirskriftarsöfnuninni.

Málefni Kvikmyndaskóla Íslands hafa verið í brennidepli undanfarna daga en skólinn á í verulegum fjárhagsvandræðum og þarf á auknum fjárframlögum að halda, að öðrum kosti verður skólinn lagður niður nú í sumar.



Skilaboðin sem Kvikmyndaskólinn vill koma á framfæri með undirskriftunum eru eftirfarandi:

Við skorum á stjórnvöld að gera viðunandi samning við Kvikmyndaskóla Íslands og tryggja þannig rekstrarhæfi skólans; samning sem gerir skólanum fært að halda áfram að þróa einstakt starf á sviði kvikmyndagerðar á Íslandi.

Um tíma var ekki víst hvort nemendur skólans myndu snúa aftur til náms í haust, en aðstoðamaður menntamálaráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í gær að lögð verði áhersla á að allir þeir nemendur sem hafið hafa nám við skólann geti lokið því.

Ávarp Hilmars og undirskriftasöfnunina má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×