Innlent

Ríkið greiddi fyrir flutning Sævars Ciesielski til Íslands

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Mynd úr safni
„Okkur þótti þetta vera eðlileg ákvörðun," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um þá ákvörðun Innanríkisráðuneytisins að bera allan kostnað af því að flytja Sævar Marinó Ciesielski frá Danmörku, þar sem hann lést, til Íslands.

Örn Bárður Jónsson, sem jarðaði Sævar, sagði í minninarorðum sínum í jarðaförinni í fyrradag: „Þakkir færi ég Innanríkisráðuneytinu fyrir að  greiða kostnað við flutning Sævars til Íslands í hans hinstu för."

Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og segir Ögmundur að þeir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hafi tekið þá ákvörðun að greiða kostnaðinn með svokölluðu ráðstöfunarféi ráðherra. „Þetta var ákveðið vegna aðstæðna," segir Ögmundur um málið.

Sævar var jarðsunginn í Dómkirkjunni og mætti fjöldi fólks til að votta honum virðingu sína. Hann lést af slysförum í Kaupmannahöfn þann 12. júlí og var einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og fékk það þyngsta dóminn. Sævar barðist lengi fyrir endurupptöku málsins en Hæstiréttur hafnaði þeirri beiðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×