Innlent

Snarpir jarðskjálftar við Geirfuglasker

Þrír snarpir jarðskjálftar urðu á Reykjaneshrygg í grennd við Geirfuglasker, um það bil 20 kílómetra frá landi, upp úr klukkan átta í gærkvöldi.

Sá snarpasti mældist 4 á Richter, annar var 3,6 og sá þriðji 2,7. Nokkrir vægari skjálftar komu á eftir. Svo varð einn enn upp á 3,1 á Richter upp úr klukkan fjögur í nótt og fylgdu nokkrir eftirskjálftar.

Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að skjálftar séu nokkuð tíðir á Reykjaneshrygg enda séu þar flekamót á milli Evrópu og Ameríku




Fleiri fréttir

Sjá meira


×