Innlent

Ögmundur áminnir sex sveitarfélög

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson er ráðherra sveitastjórnarmála. Mynd/ GVA.
Ögmundur Jónasson er ráðherra sveitastjórnarmála. Mynd/ GVA.
Sex sveitarfélög, af 76 starfandi sveitarfélögum á landinu, eiga eftir að skila inn þriggja ára fjárhagsáætlun til innanríkisráðuneytisins. Þau hafa nú öll fengið áminningu frá ráðuneytinu þar sem hótað er dagsektum og stöðvun greiðsla úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga ef slíkar áætlanir verði ekki birtar.

Þann 22. júlí síðastliðinn var Reykjavíkurborg áminnt vegna vanskila á þriggja ára áætlun, eins og Vísir greindi frá í síðustu viku. Í bréfinu var hótað dagsektum og stöðvun á greiðslu úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga ef ekki yrði bætt úr. Í gær var send út bréf til fjögurra annarra sveitarfélaga, sem eru:

Hafnarfjarðarkaupstaður

Skorradalshreppur

Strandabyggð

Svalbarðshreppur

Þá var einnig sent bréf til Sveitarfélagsins Álftaness. Þó ber að hafa í huga að það sveitarfélag er undir fjárhaldsstjórn og ber að skila sérstaklega tveggja ára áætlun og hefur verið unnið í þeim málum, en upplýsingum um þriggja ára áætlun hefur ekki verið skilað.

Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkurborg hefur svarað því til að ástæða þess að borgin hafi ekki skilað áætlun sé vegna flutninga á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga. Ekki liggja fyrir skýringar hjá hinum sveitarfélögunum á því hvers vegna skilin hafa dregist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×