Innlent

24 kærðir fyrir of hraðan akstur

Mynd/Vilhelm
Alls voru tuttugu og fjórir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældist á 149 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi en samkvæmt tilkynningu lögreglu bíður hans svipting í 1 mánuð auk 130 þúsund króna sektar og þriggja punkta í ökuferilsskrá.

Tveir óku of hratt á Austurvegi á Selfossi, annar á 77 km/klst hraða en hinn á 79 km/klst hraða. Aðrir voru mældir á Suðurlandsvegi, Eyrarbakkavegi, Þrengslavegi, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.




Þá voru sex stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og er einn þeirra talinn hafa verið undiráhrifum fíkniefna og /eða lyfja að auki. Sjöundi aðilinn var, auk þessa, kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×