Innlent

Hefur séð hörmungarnar í Sómalíu

Þorkell Þorkelsson lætur sitt ekki eftir liggja í söfnun Rauða krossins.
Þorkell Þorkelsson lætur sitt ekki eftir liggja í söfnun Rauða krossins.
„Ef einhver á bágt einhversstaðar, þá er það þarna," segir Þorkell Þorkelsson ljósmyndari. Rauði krossinn hefur verið með söfnun að undanförnu til þess að bregðast við hörmungunum í Sómalíu. Þar sveltur fólk heilu hungri vegna þurrka og ömulegs stjórnmálaástands.

Þorkell hefur ákveðið að selja myndir sem hann tók í Búrma árið 2004 og gefa ágóðann af söfnuninni til hjálparstarf Rauða krossins. „Ég fór Sómalíu 1992 þegar hungursneyðin var þá og styrjöldin. Það var upphafið af verkefni sem ég er búinn að vera að vinna að öll þessi ár og hafði mjög mikil og mótandi áhrif á mig. Ég veit hvað er að gerast þarna," segir Þorkell um ástæður þess að hann ákveður að leggja sitt af mörkum.

„Þetta er eitt alerfiðasta svæði veraldar. Fólkið sem er þarna er að díla við hungusneyð. Það er að díla við styrjöld sem er búin að standa þarna í hartnær tvo áratugi. Og það er að díla við þessi öfl þarna sem eru í landinu og eru að vinna gegn sínu eigin fólki," segir Þorkell um ástæður framtaks síns.

Þorkell segir að það hafi mikil áhrif á fólk að sjá aðstæðurnar sem Sómalar búa við. „Svo þegar ég gerði mér grein fyrir því að ef ég get selt eina mynd á 100 þúsund kall að þá getur það bjargað lífið 50 til 70 barna. Þá er voðalega erfitt að sitja á þessu," segir Þorkell.

Alls er Þorkell með til sölu 17 ljósmyndir sem teknar voru í Búrma árið 2004. Myndirnar voru á sýningu í Gerðasafni fyrr á þessu ári. Stærð mynda er ca. 75x75 cm og kostar hver mynd 100 þúsund krónur. Ljósmyndirnar eru staðsettar í Gallerí Gersemi, Brákarbraut 10 í Borgarnesi.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að sjá myndirnar sem Þorkell tók í Búrma og selur fyrir Sómalíusöfnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×