Innlent

Ökumaður sofandi á 130 kílómetra hraða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumaður við hraðamælingar. Mynd/ Hilli.
Lögreglumaður við hraðamælingar. Mynd/ Hilli.
Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði ökumann á 130 kílómetra hraða um helgina. Þegar maðurinn var stöðvaður mun hann hafa þakkað lögreglumanni fyrir að stöðva akstur sinn því hann hafi verið sofandi og ekki vaknað fyrr en farþegar hans bentu honum á að lögreglan væri að gefa honum merki um að stöðva.   

Á dansleik í Íþróttahúsinu á Torfnesi varð svo það slys um helgina að einn gesta fór upp á sviðið. Hann datt svo aftur fram af sviðinu og lenti illa á andliti. Meiðsli hans voru talin það alvarleg að hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×