Innlent

Þroskahjálp fékk styrk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þroskahjálp fékk styrkinn afhentan.
Þroskahjálp fékk styrkinn afhentan.
Nýtt útibú Íslandsbanka við Suðurlandsbraut hefur ákveðið að leggja Landssamtökunum Þroskahjálp lið. Þroskahjálp eru regnhlífarsamtök fyrir 22 félög sem eru ýmist foreldra-, styrktar- og fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjálfun og þjónustu við fatlaða. Samtökin eru í hagsmunabaráttu fyrir fjölskyldur fatlaðra barna og er þeim þröngur stakkur sniðinn. Styrkurinn nemur hálfri milljón króna.

„Höfðinglegur styrkur Íslandsbanka er afar mikilvægur fyrir Landssamtökin Þroskahjálp.Styrkurinn mun nýtast samtökunum vel í baráttu þeirra fyrir samfélagi sem virðir og viðurkennir rétt allra til góðs og innihaldsríks lífs. Styrkurinn mun koma að afar góðum notum í þeim fjölmörgu verkefnum sem Þroskahjálp stendur fyrir um þessar mundir," segir Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×