Innlent

Þyrlan í þremur verkefnum í fyrrinótt

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í sjö klukkustunda flug og sinnti þremur verkefnum í fyrrinótt.

Fyrst var hún kölluð út til að kanna ljósagang á Faxaflóa þar sem engin skip eða bátar voru á svæðinu. Ekkert fannst þar athugavert, en þá barst kall um að taka þátt í leit að tveimur kajakræðurum út af Vestfjörðum. Þeir fundust heilir á húfi.

Þá var lent á Ísafirði til að taka eldsneyti, en rétt fyrir flugtak þaðan barst ósk frá sjúrkahúsinu þar um að flytja fársjúkann mann á Landsspítalann í Reykjavík, þar sem þyrlan lenti á sjöunda tímanum í gærmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×