Innlent

Stuðningsmenn á öllum aldri á Torfnesvelli - myndir

Mynd/Rósa Jóhannsdóttir
Um miðjan dag í gær kom fjöldi fólks saman komin við Torfnesvöll á Ísafirði vegna undanúrslitaleiks BÍ/Bolungarvík og KR. Löngu áður en leikurinn hófst skapaðist mikil stemmning í og við völlinn. Þangað mættu stuðningsmenn á öllum aldri eins og sést í meðfylgjandi myndasafni. Stuðningsmenn KR fjölmenntu til Ísafjarðar og sett sinn svip á bæinn.

Rósa Jóhannsdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og myndaði stemmninguna fyrir og eftir leikinn sem og auðvitað á meðan á honum stóð. Leiknum lauk með 4-1 sigri KR-inga en staðan í hálfleik var 1-1.


Tengdar fréttir

Hannes Þór Halldórsson: Þetta tók á taugarnar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, er kominn í bikarúrslitaleikinn á sínu fyrsta tímabili í Vesturbænum eftir að KR-liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. KR mætir Þór í bikarúrslitaleiknum sem fram fer 13. ágúst.

KR-ingar í bikarúrslitin annað árið í röð - tvö frá Baldri fyrir vestan

Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir KR þegar liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik liðanna á Torfnesvelli á Ísafirði í kvöld. KR-ingar skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum í leiknum. KR mætir Þór í úrslitaleik Valtors-bikarsins sem fer fram á Laugardalsvellinum 13. ágúst næstkomandi.

KR-ingar í bikarúrslit í sextánda sinn - myndir

KR-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með því að vinna 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í dag. KR-ingar eru þar með komnir í bikarúrslitaleikinn í þriðja sinn á síðustu fjórum tímabilum en þetta verður sextándi bikarúrslitaleikur A-liðs KR frá upphafi.

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur syngja: Við erum harðir eins og hafið

BÍ/Bolungarvík leikur í dag stærsta leikinn í sögu félagsins þegar liðið tekur á móti KR í undanúrslitum Valitors-bikarinn. BÍ/Bolungarvík er í B-deildinni en KR-ingar eru á toppnum í Pepsi-deildinni og hafa ekki tapað leik í deild eða bikar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×