Innlent

Fjórtán þúsund manns sungu með - myndir

Ragga Gísla söng nokkur lög í gærkvöldi ýmist ein eða með Agli Ólafssyni.
Ragga Gísla söng nokkur lög í gærkvöldi ýmist ein eða með Agli Ólafssyni. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Þjóðhátíð lauk í gærkvöldi með brekkusöng og flugeldum en talið er að 14 þúsund manns hafi tekið undir með Árna Johnsen, Sæþóri Vídó og Jarli Sigurgeirssyni í árlegum brekkusöng í Herjólfsdal. Færri gestir sóttu hátíðina í ár en á síðasta ári. Þrátt fyrir það er þjóðhátíðargestur sem Vísir ræddi við í morgun á því að hátíðin í ár hafi ekki gefið fyrri hátíðum neitt eftir. „Það er alltaf gaman á þjóðhátíð. Eyjamenn eru alveg með þetta."

Þrátt fyrir að mikinn vind í bænum var veðrið nokkru lygnara í dalnum sjálfum, öfugt við það sem venja er, þannig að skemmtidagskráin gat haldið áfram og ekki rigndi mikið á þjóðhátíðargesti.

Myndirnar í meðfylgjandi myndasafni tók Óskar P. Friðriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×