Innlent

Skilja hundinn eftir einan heila helgi

Algengt virðist vera að fólk skilji hunda eftir eina í lengri tíma
Algengt virðist vera að fólk skilji hunda eftir eina í lengri tíma Mynd úr safni / Róbert
Dýraverndunarsamband Íslands fær að lágmarki eina tilkynningu á viku um slæma meðferð á dýrum. Margrét Björk Sigurðardóttir frá Dýraverndunarsambandinu segir algengast að þeir sem fari illa með dýr eigi við önnur félagsleg vandamál að etja.

„Þá erum við jafnvel að sjá mjög slæma vanhirðu á dýrunum, mjög slæma líkamlega meðferð," sagði Margrét Björk í þættinum Í bítið í morgun. Dæmi eru um að fólk berji dýrin sín og sparki í þau. Þá sagði Margrét Björk að dæmi væru um að fólk skildi gæludýr eftir ein lengi og að þetta væri sérstakt vandamál þegar kæmi að hundahaldi.

„Fólk jafnvel telur í lagi að skilja þá eftir heilu helgarnar, skreppa jafnvel erlendis og skilja hundinn eftir," segir hún.

Hægt er að hlusta á viðtal við Margréti Björk um dýravernd með því að smella á tengilinn hér að ofan.

Hægt er að tilkynna illa meðferð á dýrum með því að hafa samband við Dýraverndunarsambandið, við Umhverfisstofnun ef um er að ræða gæludýr, við Matvælastofnun ef um er að ræða búfé, eða hreinlega við lögregluna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×