Innlent

Fjöldi fólks minntist Eyþórs Darra

Pilturinn sem lést eftir bílslys á Geirsgötu á föstudagskvöld hét Eyþór Darri Róbertsson. Fjöldi fólks minntist hans á slysstaðnum í gærkvöld.

Vinir Eyþórs Darra skipulögðu minningarathöfnina sem fór fram á miðnætti í gærkvöld. Pilturinn lést af höfuðáverkum á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann slasaðist alvarlega þegar bílstjóri missti stjórn á bíl sem hann var farþegi í á gatnamótum Geirsgötu og Tryggvagötu síðastliðið föstudagskvöld, og hafnaði bifreiðin á húsvegg.

Fjöldi fólks kveikti á kertum eða skildi eftir blóm og kort við húsvegginn. Þá skildu einhverjir eftir afmæliskort og köku í minningu Eyþórs, en hann hefði orðið átján ára í dag.

Lögregla rannsakar nú tildrög slyssins, en meðal þess sem er til rannsóknar er hraði bifreiðarinnar, sem meðal annars verður reiknaður út frá grjóthnullungum sem færðust úr stað við áreksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×