Innlent

Setja um 130 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á leigumarkað

Íbúðalánasjóður ætlar að setja um eitt hundrað og þrjátíu íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á leigumarkað á næstu tólf mánuðum til að mæta mikilli eftirspurn. Velferðarráðherra telur að þetta skref geti haft góð áhrif á leigumarkaðinn.

Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs funduðu með velferðarráðherra í dag um hvernig hægt sé að mæta mikilli eftirspurn á leigumarkaði með þeim fjölda eigna sem Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín eftir hrun.

Í dag á sjóðurinn um það bil fjórtán hundruð eignir en framkvæmdastjóri sjóðsins býst við því að um áramótin verði þær orðnar um tvö þúsund.

Á fundinum í dag var ákveðið að Íbúðalánasjóður skyldi leigja út hluta af þessum fasteignum sínum til að mæta vaxandi eftirspurn.

Sigurður segir að þannig muni sjóðurinn hafa jákvæð áhrif á leigumarkaðin og muni jafnframt skapa störf við að klára þær íbúðir sem enn eru á byggingarstigi. Íbúðirnar eru flest allar á höfuðborgarsvæðinu.

Velferðarráðherra segir að sjóðurinn stýri þessu verkefni en ráðuneytið muni fylgjast vel með því. Margar eignir sjóðsins henti ekki útleigu en þetta muni engu að síður hafa áhrif á markaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×