Innlent

Hollráð fyrir foreldra í skólabyrjun

Mynd úr safni / GVA
Lögreglan beinir því til foreldra að leiðbeina börnum sínum um hentugar leiðir til og frá skóka, og fylgja þeim yngstu á meðan þau læra á leiðina og þær hættur sem þar kunna að leynast.

Börn undir 15 ára aldri eiga að nota hjálm við hjólreiðar og foreldrar eru hvattir til að gera það einnig.  Framhaldsskólanemar eru hvattir til að aka gætilega en á hverju hausti tapast stór hluti sumarhýru einhverra þeirra í hraðasektir og þessi aldurshópur er jafnframt sá hópur sem hættast er við að lenda í óhöppum í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×