Innlent

Æðarkolla hrapaði til jarðar í miðri flugeldasýningu

Æðarkollan hrapaði til jarðar þegar flugeldasýningin stóð sem hæst. Henni hefur eitthvað brugðið við lætin.
Æðarkollan hrapaði til jarðar þegar flugeldasýningin stóð sem hæst. Henni hefur eitthvað brugðið við lætin. Samtsett mynd Vísir.is
Gestum, sem fylgdust með flugeldasýningunni á fjölskylduhátíðinni í Vogum af bílastæði við Stóru-Vogaskóla í gærkvöldi, brá heldur í brún þegar stór dökkur hlutur kom fljúgandi og harpaði til jarðar.

Þegar gestirnir fóru að skoða hvað það var sem hrapaði til jarðarinnar kom í ljós að þetta var æðarkolla sem hafði fatast í flugi í öllum látunum og skall með látum á þak skólans. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.

Fuglinn var með lífsmarki og var björgunarsveitinni tilkynnt um hrapið og ætluðu þeir að kanna ástand fuglsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×