Innlent

Áfram verður hvasst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það verður hvasst í dag. Mynd/ GVA.
Það verður hvasst í dag. Mynd/ GVA.
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út eftir kvöldmatarleytið i gærkvöld vegna óveðurs. Meðal annars fuku þakplötur af verbúð í Vogum á Vatnsleysuströnd. Engin útköll bárust í nótt.

Veðurstofan varaði í gær við stormi á vestanverðu landinu nú í dag. Áfram er búist er við að það verði hvasst á Vesturlandi í dag. Veðurstofan segir að það verði suðvestan 15-23 metrar á sekúndu um landið vestanvert, en einkum suðvestantil í fyrstu. Gert er ráð fyrir rigningu, en síðan slyddu undir hádegi og snjókomu til fjalla. Suðvestan 13-18 metrar á sekúndu og úrkomulítið norðaustanlands. Það fer að draga úr vindi sunnantil í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×