Innlent

Vilja selja ríkinu land og auðlindir á Reykjanesi

MYND/GVA

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjanesbæ vilja selja ríkinu land og jarðauðlindir, sem Reykjanesbær keypti af HS orku á sínum tíma, og yrði auðlindin þar með þjóðareign, segir í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna um málið.

Þá segir að með þessu móti geti ríkið sjálft leitað samninga við HS orku, meðal annars um styttri nýtingartíma. Ekkert er fjallað um hugsanlegt söluverð í yfirlýsingunni, en Reykjanesbær leitar nú allra leiða til að grynnka á skuldum bæjarfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×