Óvenjulegur grafreitur reistur á Seltjarnarnesi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 14:27 Grafreiturinn verður líklega með þeim kaldari hér á landi. Vísir/Samsett Á laugardaginn kemur verður einn sérkennilegasti og líklega tímabundnasti grafreitur Íslandssögunnar reistur á Seltjarnarnesi. Á hátíðlegri athöfn verður jöklagrafreiturinn vígður en þar verður legsteinum jökla, horfinna og þeirra sem eru við það að hverfa, komið fyrir og verða þeir úr ís. Gjörningur þessi er samstarfsverkefni íslenskra og útlendra stofnana á borð við Veðurstofuna, Háskóla Íslands, Jöklarannsóknafélags Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt Rice-háskóla í Texas, Heimseftirlitsstofnun jökla og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 alþjóðlegt ár varðveislu jökla. Listi yfir horfna jökla gerður opinber Samhliða viðburðinum verður að finna lista, sem sérfræðingar við Rice-háskóla gerðu yfir jökla sem hafa horfið frá aldamótunum síðustu eða eru við það að hverfa. Á síðunni verður hægt að skoða staðsetningu jöklana og lesa sér til um örlög þeirra eða framtíð. Hugmyndin er svo að bæta við jöklum jafnóðum og þeir hverfa, að sögn Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Viðburðurinn hefst klukkan eitt á laugardaginn í húsakynnum Marvöðu á Fiskislóð í Reykjavík. Þar munu Guðfinna og Hrafnhildur Hannesdóttir, fagstjóri jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, vera með erindi. Þá verður gengin skrúðganga að jöklagrafreitinum á túninu sunnan við bílastæðin í Snoppu við Gróttu. Þar verður búið að koma fyrir fimmtán köldum legsteinum sem listamaðurinn Ottó Magnússon býr til. Hann hefur skorið listaverk úr klaka í um tuttugu ár. Söngur og ræður til heiðurs íslíkum Þar fer svo fram eins konar vígsluathöfn þar sem lesin verða eftirmæli jöklanna fimmtán. Kór mun einnig syngja undir athöfnina. „Jöklagrafreiturinn er listinnsetning og helgisiðarými til að vekja athygli á jöklunum sem eru að hverfa í heiminum. Meðal ísköldu legsteinanna munum við halda söng og ræður, til heiðurs þessum íslíkum sem hverfa fljótlega - frá Ameríku til Himalajafjalla og frá Aotearoa/Nýja Sjálandi til Skandinavíu,“ segir í viðburðarlýsingunni. „Komdu með okkur í samtal, kyrrðarstund og blásum lífsanda í jöklana sem enn er hægt að bjarga. Klæðaburður sem heiðrar bæði líf og dauða.“ Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gjörningur þessi er samstarfsverkefni íslenskra og útlendra stofnana á borð við Veðurstofuna, Háskóla Íslands, Jöklarannsóknafélags Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt Rice-háskóla í Texas, Heimseftirlitsstofnun jökla og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 alþjóðlegt ár varðveislu jökla. Listi yfir horfna jökla gerður opinber Samhliða viðburðinum verður að finna lista, sem sérfræðingar við Rice-háskóla gerðu yfir jökla sem hafa horfið frá aldamótunum síðustu eða eru við það að hverfa. Á síðunni verður hægt að skoða staðsetningu jöklana og lesa sér til um örlög þeirra eða framtíð. Hugmyndin er svo að bæta við jöklum jafnóðum og þeir hverfa, að sögn Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Viðburðurinn hefst klukkan eitt á laugardaginn í húsakynnum Marvöðu á Fiskislóð í Reykjavík. Þar munu Guðfinna og Hrafnhildur Hannesdóttir, fagstjóri jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, vera með erindi. Þá verður gengin skrúðganga að jöklagrafreitinum á túninu sunnan við bílastæðin í Snoppu við Gróttu. Þar verður búið að koma fyrir fimmtán köldum legsteinum sem listamaðurinn Ottó Magnússon býr til. Hann hefur skorið listaverk úr klaka í um tuttugu ár. Söngur og ræður til heiðurs íslíkum Þar fer svo fram eins konar vígsluathöfn þar sem lesin verða eftirmæli jöklanna fimmtán. Kór mun einnig syngja undir athöfnina. „Jöklagrafreiturinn er listinnsetning og helgisiðarými til að vekja athygli á jöklunum sem eru að hverfa í heiminum. Meðal ísköldu legsteinanna munum við halda söng og ræður, til heiðurs þessum íslíkum sem hverfa fljótlega - frá Ameríku til Himalajafjalla og frá Aotearoa/Nýja Sjálandi til Skandinavíu,“ segir í viðburðarlýsingunni. „Komdu með okkur í samtal, kyrrðarstund og blásum lífsanda í jöklana sem enn er hægt að bjarga. Klæðaburður sem heiðrar bæði líf og dauða.“
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira