Gena Rowlands er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2024 07:17 Rowlands árið 2014. AP/Invision/Chris Pizzello Hollywood-stjarnan Gena Rowlands er látin. Dánarorsök liggur ekki fyrir en sonur Rowlands, sem var 94 ára þegar hún lést, greindi frá því í júní síðastliðnum að hún hefði greinst með Alzheimer's fyrir fimm árum. Rowlands fæddist 1930 í Cambriu í Wisconsin og birtist fyrst á Broadway í The Seven Year Itch. Hún lék í fjölda sjónvarpsþátta, oft með þáverandi eiginmanni sínum, John Cassavetes, en fyrsta myndin sem hún lék í var The High Cost of Loving. Rowlands og Cassavetes léku saman í um tíu myndum og fjármögnuðu margar þeirra sjálf. Rowlands var tilnefnd til Óskarsverðauna fyrir tvær þeirra; A Woman Under the Influence og Gloria. Rowlands lék konu með Alzheimers í The Notebook og sagðist hafa sótt í reynslu sína af því að eiga móður með sjúkdóminn. Hún greindist sjálf með Alzheimers fyrir fimm árum.New Line Cinema Rowlands vann einnig til þriggja Emmy-verðlauna en var ef til vill best þekkt meðal yngri kynslóða fyrir leik sinn í The Notebook, sem var leikstýrt af syni hennar, Nick Cassavetes. Hún hlaut heiðurs Óskarsverðlaun árið 2015 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og þakkaði meðal annars eiginmanni sínum, sem lést 1989. Rowlands gekk aftur í hjónaband árið 2012. Leikkonan sagði í viðtali árið 2016 að hún hefði í fyrstu ekki haft í hyggju að falla fyrir Cassavetes, þrátt fyrir að finnast hann aðlaðandi. „Það eina sem ég ætlaði aldrei að gera var að verða ástfangin og gifta mig og eignast börn. Ég vildi leika,“ sagði hún. Þegar hún tók við heiðursverðlaununum árið 2015 sagði Rowlands: „Vitið þið hvað er dásamlegt við að vera leikkona? Þú lifir mörgum lífum.“ Hollywood Andlát Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Sjá meira
Dánarorsök liggur ekki fyrir en sonur Rowlands, sem var 94 ára þegar hún lést, greindi frá því í júní síðastliðnum að hún hefði greinst með Alzheimer's fyrir fimm árum. Rowlands fæddist 1930 í Cambriu í Wisconsin og birtist fyrst á Broadway í The Seven Year Itch. Hún lék í fjölda sjónvarpsþátta, oft með þáverandi eiginmanni sínum, John Cassavetes, en fyrsta myndin sem hún lék í var The High Cost of Loving. Rowlands og Cassavetes léku saman í um tíu myndum og fjármögnuðu margar þeirra sjálf. Rowlands var tilnefnd til Óskarsverðauna fyrir tvær þeirra; A Woman Under the Influence og Gloria. Rowlands lék konu með Alzheimers í The Notebook og sagðist hafa sótt í reynslu sína af því að eiga móður með sjúkdóminn. Hún greindist sjálf með Alzheimers fyrir fimm árum.New Line Cinema Rowlands vann einnig til þriggja Emmy-verðlauna en var ef til vill best þekkt meðal yngri kynslóða fyrir leik sinn í The Notebook, sem var leikstýrt af syni hennar, Nick Cassavetes. Hún hlaut heiðurs Óskarsverðlaun árið 2015 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og þakkaði meðal annars eiginmanni sínum, sem lést 1989. Rowlands gekk aftur í hjónaband árið 2012. Leikkonan sagði í viðtali árið 2016 að hún hefði í fyrstu ekki haft í hyggju að falla fyrir Cassavetes, þrátt fyrir að finnast hann aðlaðandi. „Það eina sem ég ætlaði aldrei að gera var að verða ástfangin og gifta mig og eignast börn. Ég vildi leika,“ sagði hún. Þegar hún tók við heiðursverðlaununum árið 2015 sagði Rowlands: „Vitið þið hvað er dásamlegt við að vera leikkona? Þú lifir mörgum lífum.“
Hollywood Andlát Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Sjá meira