Innlent

Beljan Glæta spáir Noregi sigri

Beljan Glæta frá Kotlaugum í Hrunamannahreppi hefur ekki klikkað í spádómum sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Svíþjóð. Hún hefur spáð Íslandi sigri í öllum leikjum mótsins og það hefur allt gengið eftir enda er Ísland taplaust á mótinu. En nú hefur Glæta tekið aðra stefnu og spái Noregi sigri í leiknum gegn Íslandi á morgun.

Glæta talar ekki sama tungumál og við mennirnir og var hún því fengin til að velja á milli tveggja fóðurskála, en á þeim er fáni landsins. Eins og fyrr segir, spáir hún norskum sigri á morgun.

Í meðfylgjandi myndbandi er hægt að sjá Glætu velja skálina, sem er því miður, með fána Noregs. Nú er bara að bíða og sjá, hvort að spádómar hennar rætist. Vonandi hefur hún rangt fyrir sér í þetta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×