Innlent

Óvíst hvað olli því að Dash 8 vélin brotlenti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jorgen Boassen tók þessa mynd af flugvélinni.
Jorgen Boassen tók þessa mynd af flugvélinni.
Ekkert liggur fyrir um það hvað olli því að Dash 8 vél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk í Grænlandi í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa að samkvæmt alþjóðlegum samningum muni rannsókn á slysinu vera í höndum Rannsóknarnefndar flugslysa í Danmörku. Rannsóknarnefnd flugslysa á Íslandi hefur skipað trúnaðarfulltrúa við rannsóknina og tekur hann þátt í rannsókninni ásamt íslenskum ráðgjöfum.

Flugvél Flugfélags Íslands með þrjátíu og einn farþegar og þriggja manna áhöfn um borð brotlenti á flugvellinum í Nuuk í Grænlandi í dag. Slysið varð um klukkan hálf fimm að íslenskum tíma. Enginn slys urðu á fólki en vélin, sem er af gerðinni Dash 8, er mikið skemmd. Hún var að koma frá Reykjavík með millilendingu í Kulusuk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×