Innlent

Fyrrverandi fangelsisstjóri handtekinn í dag

Karen D Kjartansdóttir skrifar
Fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju var í dag handtekinn og húsleit gerð á heimili hans síðdegis hann er grunaður stórfelldan fjárdrátt.

Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju, er grunaður um stórfelldan fjárdrátt meðan hann gengdi starfi sínu á Kvíabryggju.

Hann hefur að undanförnu sætt lögreglurannsókn sem nær yfir margra ára tímabil auk þess sem Ríkissendurskoðun hefur gert alvarlegar athugasemdir við fjárreiður fangelsisins eftir að hafa farið yfir bókhald þess síðustu tíu mánuði síðasta árs.

Báðar rannsóknirnar hófust eftir athugasemdir Páls Winkels, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Meðal þeirra brota sem hann er grunaður um að hafa framið er að hafa selt vörubíl í eigu ríkisins, sem fangelsið hafði til afnota, hirt ágóðan sjálfur en tilkynnt fangelsismálayfirvöldum að bíllinn hafi verið ónýtur.

Þá hefur hann sætt rannsókn hjá Fangelsismálastofnun og Ríkisendurskoðun vegna gruns um misferli. Hann er grunaður um að hafa keypt ýmsar vörur í nafni fangelsisins en ekki var greint frá þeim í bókhaldi þess og sömu munir virðast ekki finnast í fangelsinu. Mun lögreglan meðal annars hafa verið að leita að þessara hluta á heimili hans í dag.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fór lögreglumenn inn á heimili Geirmundar um klukkan þrjú í dag og handtóku hann og gerðu húsleit á heimili hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×