Innlent

Skotmenn yfirgáfu réttarsal svo nágrannar gætu borið vitni

Byssumennirnir voru fullir af iðrun.
Byssumennirnir voru fullir af iðrun. Mynd GVA
Mennirnir sex, sem eru ákærðir fyrir að hafa skotið á hurð heimilis í Fossvoginum á aðfangadegi, samþykktu að víkja úr réttarsal á meðan nágrannar bæru vitni í málinu.

Nágrannarnir höfðu áður neitað að bera vitni af ótta um öryggi sitt nema sakborningarnar vikju úr réttarsalnum á meðan, sem þeir féllust á.

Sjálfir sögðu hinir ákærðu að ætlun þeirra hafi verið að hræða heimilisföðurinn þegar þeir skutu á hurðina en ekki skaða hann.

Fjölskylda mannsins, þar á meðal börn, voru á heimilinu en þeim tókst að flýja yfir til nágrannanna.

Sexmenningarnar sögðu fyrir rétti að þeir hefðu verið mjög drukknir þegar árásin átti sér stað og að auki undir áhrifum fíkniefna. Þeir sýndu að auki iðrun í réttarsalnum.

Spurðir hversvegna þeir hefðu skotið á hurðina sögðust þeir hafa átt sökótt við heimilisföðurinn.


Tengdar fréttir

Aðalmeðferð yfir meintum skotárásarmönnum

Aðalmeðferð er hafin yfir sexmenningum, sem eru ákærðir fyrir að hafa skotið á dyr heimilis í Fossvoginum á aðfangadegi á síðasta ári. Talið er að um uppgjör hafi verið ræða þar sem deilt var um fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×