Innlent

Aðalmeðferð yfir meintum skotárásarmönnum

Skotárás. Mennirnir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Skotárás. Mennirnir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd GVA
Aðalmeðferð er hafin yfir sexmenningum, sem eru ákærðir fyrir að hafa skotið á dyr heimilis í Fossvoginum á aðfangadegi á síðasta ári. Talið er að um uppgjör hafi verið ræða þar sem deilt var um fíkniefni.

Mennirnir létu dólgslega fyrir utan heimilið þar til þeir skutu á hurðina en fjölskyldan flúði yfir til nágrannanna ásamt börnum sem voru á heimilinu.

Mennirnir eru meðal annars ákærðir fyrir tilraun fyrir tilraun til hættulegrar líkamsárásar og húsbrots. Þá réðst einn maðurinn á lögreglumann þegar hann flúði af vettvangi.

Mennirnir sem eru ákærðir í málinu hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×