Innlent

Krafinn um mánaðarlega greiðslu til að vera öruggur um dóttur sína

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra Íslands. Mynd/Anton
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra Íslands. Mynd/Anton
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að hann vissi um mann sem var krafinn um að borga greiðslu mánaðarlega til glæpahóps svo dóttir hans yrði ekki fyrir alvarlegum miska.

„Hann er í sæmilegum efnum sjálfur. Það er bankað upp á hjá honum og hann er krafinn um greiðslu mánaðarlega, nokkuð háa," sagði Ögmundur. Þegar maðurinn spurði afhverju hann þyrfti að gera það var honum svarað: „Annars getur þú ekki verið öruggur um dóttur þína, að hún verði ekki fyrir einhverjum alvarlegum miska," sagði Ögmundur.

Hann talaði einnig um að lögreglan hefði þurft að veita vitnum vernd, í málum sem ratað hafa inn á borð lögreglu, svo að þau treysti sér til þess að koma fram. „Og þá spyr ég, hversu mörg eru þau vitni sem treysta sér ekki til að koma fram? Þetta er ekki Ísland eins og við viljum hafa það. Það er farið að gerast á Íslandi að fyrirtæki eru krafin um greiðslu fyrir vernd. Þetta er það sem tíðkast hjá mafíunni, þetta er þjóðfélagið sem menn vilja ekki horfa upp á," sagði Ögmundur ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×