Innlent

Vítisenglarnir komnir heim

Fullgildir Íslensku Vítisenglarnir hengdu nýtt skilti utan á klúbbhús sitt í Hafnarfirði fyrir helgi. Fréttablaðið/valli
Fullgildir Íslensku Vítisenglarnir hengdu nýtt skilti utan á klúbbhús sitt í Hafnarfirði fyrir helgi. Fréttablaðið/valli
Átta liðsmenn íslensku Vítisenglanna komu til landsins á tólfta tímanum í gærkvöldi frá Osló. Þeir stigu sjálfviljugir upp í flugvél á Gardemoen-flugvelli samkvæmt upplýsingum frá lögmanni þeirra.

Vélhjólaklúbburinn MC Iceland öðlaðist um helgina fulla aðild að alþjóðasamtökunum Hells Angels. Áttmenningarnir fóru af því tilefni til Noregs til að taka þátt í vígsluathöfn hjá norskum félögum sínum, sem höfðu annast inngönguferlið. Við komuna voru þeir hins vegar stöðvaðir af lögreglu og meinuð landganga. Þeir voru í haldi þangað til þeir sneru aftur til Íslands í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var enginn sérstakur viðbúnaður í Leifsstöð vegna heimkomunnar. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×