Innlent

Bolvíkingar hlutskarpastir

Frá Íslandsmótinu sem fram fór um helgina.
Frá Íslandsmótinu sem fram fór um helgina.
Taflfélag Bolungarvíkur varð hlutskarpast í síðari hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla um helgina. Aðalsveit félagsins sigraði í 1. deild og B-sveitin í 2. deild.

Bolvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar með 43 vinninga alls, eftir harða keppni við Taflfélag Vestmannaeyjar sem lauk keppni með 40,5 vinninga. KR og Haukar féllu úr 1. deild. Víkingaklúbburinn varð efstur í 3. deild og Skákfélag Íslands í 4. deild.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×