Innlent

Forsætisráðherra fetar sig áfram á Facebook

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra og Facebooknotandi. Mynd/ GVA.
Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra og Facebooknotandi. Mynd/ GVA.
Stjórnmálamenn nýta sér Facebook í auknum mæli til upplýsingagjafar fyrir stuðningsmenn sína og almenning. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er þar engin undantekning. Hún hefur verið með Facebook síðu um langt skeið en segir á síðu sinni í gær að hún ætli að auka notkun hennar.

„Á nýju ári hyggst ég feta mig áfram í notkun á þessum öfluga samskiptavef og mun nýta hann í auknum mæli til upplýsingagjafar. Héðan í frá verður þessi vettvangur því opinber fésbókarsíða mín. Ég hlakka til áframhaldandi samfylgdar á þeim spennandi tímum sem framundan eru," segir Jóhanna í færslu frá því í gær.

Jóhanna notaði meðal annars Facebook í gær til að fagna stuðningi við kröfuna um þjóðareign á auðlindum sem birtist í áskorun tug þúsunda Íslendinga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra. Þar var Jóhanna að vísa til undirskriftasöfnunar sem Björk Guðmundsdóttir söngkona og fleiri hafa staðið að undanfarið.

Smelltu hér til að sjá fésbókarsíðu Jóhönnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×