Jit er í grennd við bæinn Nablus.
Ísraelsher segir að málið sé í rannsókn og að andlátið hafi ekki verið staðfest. Ísraelskir stjórnmálamenn hafa fordæmt árásina og lofa því að hinum seku verði refsað.
Einn ísraelskur ríkisborgari er nú þegar í haldi, að sögn hersins.
Breska ríkisútvarpið segir að á myndböndum af árásinni megi sjá menn henda sprengjunum og að svartur reykur hafi stigið upp frá þorpinu.
Forseti Ísraels, Isaac Herzog, segir á samfélagsmiðlinum X að um öfgafullan minnihlutahóp hafi verið að ræða sem skemmi fyrir öðrum landnemum á svæðinu sem fari að lögum. Hann hvetur lögregluna einnig til þess að ganga hart fram í rannsókn málsins þannig að þeim seku verði refsað.