Innlent

ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ.
Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag.

Þá vill ASÍ gera átak í að nýta hálfbyggt íbúðahúsnæði þannig að það geti gagnast sem félagslegt húsnæði. Þá vill ASÍ að hlutverk Íbúðalánasjóðs verði endurskoðað og félagslegt hlutverk hans skýrt frekar. ASÍ vill líka koma á raunhæfu leigu og kaupleigukerfi fyrir almennt launafólk, m.a. með eflingu húsaleigumarkaðar. Hvetja þurfi til húsnæðissparnaðar með skattalegum hvötum líkt og með séreignasparnað.

Til að bregðast við atvinnuleysi vill ASÍ að stórum framkvæmdum í samgöngumálum verði hrint í framkvæmd með stofnun félags í eigu ríkissjóðs sem taki lán hjá langtíma fjárfestum til langs tíma. Hrint verði í framkvæmd umfangsmiklu viðhaldi opinberra bygginga. Kannað verði hvort og með hvaða hætti langtíma fjárfestar geti komið að fjármögnun verkefnisins. Greitt verði fyrir þegar áformuðum fjárfestingum í orkufrekum iðnaði. Frágangi skipulagsmála við neðri hluta Þjórsár og á Reykjanesi verði flýtt. Lokið verði við samninga um orkusölu og fjármögnun Búðarhálsvirkjunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×