Innlent

Fjórir í varðhaldi vegna skotárásar - lögreglurannsókn lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mennirnir skutu göt á útidyrahurð í Ásgarði í Bústaðahverfi.
Mennirnir skutu göt á útidyrahurð í Ásgarði í Bústaðahverfi.
Hæstiréttur sneri í dag við gæsluvarðhaldsúrskurði yfir tveimur mönnum sem eru grunaðir um aðild að skotárás í Bústaðahverfi á aðfangadag.

Mennirnir sátu í varðhaldi til 4. janúar síðastliðins. Þá var lögð fram krafa um fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim en á hana var ekki fallist í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur sneri niðurstöðunni við í dag. Mennirnir sitja því í varðhaldi til 1. febrúar.

Fyrir voru tveir aðrir karlar í haldi lögreglu vegna sama máls en þeir voru líka handteknir á aðfangadag og var gæsluvarðhald yfir þeim síðan framlengt um fjórar vikur þann 4. janúar, eða til 1. febrúar.

Lögreglan segir að fjórmenningarnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri og hafa allir áður komið við sögu hjá lögreglu, hafi játað aðild sína að málinu. Rannsókn þess er lokið en málið var sent embætti ríkissaksóknara til frekari meðferðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×