Innlent

Friðsæl fyrirtaka níumenninganna - engin mótmæli á erlendri grundu

Mikill viðbúnaður hefur verið í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna mótmæla.
Mikill viðbúnaður hefur verið í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna mótmæla.

Fyrirtaka í máli níumenninganna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Héraðsdóms Reykjavíkur var allt með friði og spekt en stuðningsmenn níumenninganna hafa sýnt óánægju sína á réttarhöldunum með því að fjölmenna í dómsal. Dómari hefur þurft að vísa mótmælendum út með aðstoð lögreglunnar.

Forsvarsmenn heimasíðu samtakanna Saving Iceland boðuðu til alþjóðlegrar samstöðuviku á mánudaginn vegna aðalmeðferðar í máli níumenningana í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem fer fram 18., 19. og 20. janúar næstkomandi.

Í tilkynningu á síðunni eru aðgerðarsinnar út um allan heim hvattir til þess að mótmæla með hvaða hætti sem er í ljósi þess að íslensk yfirvöld eru mjög viðkvæm fyrir neikvæðri athygli að mati mótmælenda.

Hægt er að nálgast lista yfir íslensk sendiráð á erlendri grundu í tilkynningunni. Væntanlega með það að markmiði að mótmæla fyrir framan þau. Þegar haft var samband við utanríkisráðuneytið fengust þau svör að það væri enginn sérstakur viðbúnaður vegna málsins, enda réttur almennings að mótmæla.

Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins hafa engin mótmæli átt sér stað fyrir utan íslensku sendiráðin.


Tengdar fréttir

Boða til alþjóðlegrar mótmælaviku vegna níumenninganna

Forsvarsmenn heimasíðu samtakanna Saving Iceland hafa boðað til alþjóðlegrar samstöðuviku vegna aðalmeðferðar í máli níumenningana í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem fer fram 18., 19. og 20. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×