Innlent

Vilja að ríkið kaupi land HS orku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Sigfússon. Mynd/Stefán
Árni Sigfússon. Mynd/Stefán
Reykjanesbær ætlar að bjóða ríkinu að kaupa land bæjarins sem HS orka nýtir fyrir virkjun sína á Reykjanesi. Með því komist landið og þær jarðauðlindir sem því fylgir í ríkiseigu. Tillaga þessa efnis var lögð fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í dag.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að með þessu gæti ríkið, sem eigandi jarðauðlindanna, samið við þá sem nýta hana um að nýtingartíminn verði styttri.

Mikill styr hefur staðið um HS orku að undanförnu eftir að Magma Energy ákvað að kaupa fyrirtækið. Þrætt hefur verið um það að með þessu fái erlent fyrirtæki nýtingarrétt á íslenskum náttúruauðlindum í 65 ár. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þetta jafngildi því að auðlindirnar séu komnar í eigu Magma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×