Innlent

Sífellt fleiri vinna heima

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sífellt fleiri vinna vinnuna sína utan vinnustaðarins. Mynd/ Getty.
Sífellt fleiri vinna vinnuna sína utan vinnustaðarins. Mynd/ Getty.
Sífellt fleiri félagsmenn VR vinna fjarvinnu, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2011. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að 41,8% félagsmanna vinni hluta vinnutíma síns í fjarvinnu. Að meðaltali er um að ræða 10,4 klukkustunda vinnu á viku.

Árið 2004 unnu 23,3% félagsmanna hluta vinnu sinnar í fjarvinnu, 38,5% árið 2008 og 40,4% í fyrra. Tæplega helmingur karla, eða 49%, vinna fjarvinnu samkvæmt launakönnuninni í ár og 36% kvenna. Að meðaltali vinna félagsmenn rúmlega 10 klst. í fjarvinnu á viku sem er um þremur klukkustundum meira en á síðasta ári.

Launakönnun VR er gerð árlega meðal fullgildra félagsmanna. Niðurstöðurnar í heild verða birtar á vefnum og í VR blaðinu í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×