Innlent

Óvissa um áfrýjun Sólheimadóms

Tvær til þrjár vikur geta enn liðið áður en ljóst verður hvort dómi í Sólheimamáli verður áfrýjað.
Tvær til þrjár vikur geta enn liðið áður en ljóst verður hvort dómi í Sólheimamáli verður áfrýjað. Mynd/Pjetur
Tvær til þrjár vikur gætu enn liðið áður en ríkislögmaður tekur ákvörðun um hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðustu viku, í máli Sólheima gegn ríkinu, verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Niðurstaða dómsins var að ríkinu hefði verið óheimilt að skera niður framlög til Sólheima árið 2009 um fjögur prósent, eða sem nemur ellefu milljónum króna.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hafði óskað eftir fundi með ríkislögmanni til að ræða málið, en Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið að þess í stað hefði verið fundað innan ráðuneytisins.

Niðurstaðan hafi verið sú að meta málið, meðal annars með tilliti til annarra þjónustusamninga sem í gildi eru.

Málið er unnið í samstarfi við ríkislögmann, sem mun, að sögn Önnu Sigrúnar, bíða niðurstöðu ráðuneytisins áður en ákvörðun um áfrýjun verður tekin.

Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku sagði Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, að hann vonaðist til þess að málalok yrðu sem allra fyrst.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×