Innlent

Gulleplið veitt í fyrsta sinn

Mynd: Brink
Á morgun mun mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, afhenda í fyrsta sinn framhaldsskóla á Íslandi Gulleplið - sem er sérstök viðurkenning  fyrir framúrskarandi störf í þágu heilbrigðis og hollustu.

Lýðheilsustöð, mennta- og menningarmála-ráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Hagsmunaráðs íslenskra framhaldsskólanema (HÍF) hafa gert með sér formlegan samstarfssamning um heilsueflingu í framhaldsskólum.

Samstarfssamningurinn snýr að heildrænni stefnu í forvarna- og heilsueflingarmálum sem  gerir framhaldsskólum kleift að marka sér skýra stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum og jafnframt mynda á hagnýtan hátt skýran ramma utan um þennan almenna málaflokk. Veiting Gulleplisins er liður í þessu samstarfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×