Innlent

Umboðsmanni Alþingis berst kvörtun vegna aðgerðarleysis FME

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra Mynd/gva
Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis og beðið embættið að úrskurða um hvort fjármálaráðherra hafi farið að lögum við stofnun, rekstur og niðurlagningu Spkef sparisjóðs og stofnun, rekstur og sölu Byrs banka.



Flokkurinn segist í fréttatilkynningu vilja opinbera rannsókn á falli og endurskipulagningu sparisjóðanna, Icebank, VBS, Saga Capital og Askar Capital. Þeir krefjist svara við því af hverju Fjármálaeftirlitið tók ekki fyrr á vandamálum Spkef þar sem staða sparisjóðsins hafi verið eftirlitinu ljós fyrir hrun.

Þá leggur flokkurinn fram ýmsar aðrar spurningar á borð við þá hvort hinn endurreisti Spkef hafi haft starfsleyfi í þá 10 mánuði sem hann starfaði og hvort það kunni vera að um yfirhylmingu sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×