Innlent

Isavia: Niðurstaða dómsins kemur verulega á óvart

Maðurinn starfi sem framkvæmdastjóri öryggissviðs Keflavíkurflugvalla og er enn við störf hjá fyrirtækinu.
Maðurinn starfi sem framkvæmdastjóri öryggissviðs Keflavíkurflugvalla og er enn við störf hjá fyrirtækinu.
Forsvarsmenn Isavia segja að niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, um að fyrirtækið greiði starfsmanni 1,8 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu starfsmanns, komi verulega á óvart. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að farið verður yfir dóminn og afleiðingar hans metnar.

Í tilkynningunni segir að málið hafi verið meðhöndlað samkvæmt þeim verklagsreglum sem í gildi voru hjá félaginu „og taldi að málinu hefði verið sinnt á fullnægjandi hátt, því kemur niðurstaða dómsins verulega á óvart."

Málavextir voru þeir að maðurinn, sem var þá framkvæmdastjóri öryggissviðs Keflavíkurflugvallar, særði blygðunarkennd konunnar með því að vera nakinn í heitum potti í vinnuferð sem þau fóru í. Atvikið átti sér stað í sumarbústað í Grímsnesi, en auk konunnar og yfirmannsins, var annar starfsmaður með í för.

Þá reyndi yfirmaðurinn að komast inn í herbergi konunnar þrátt fyrir að hún var búin að setja ferðatösku fyrir hurðina en hún gat ekki læst henni.

Starfsmaðurinn er enn að störfum hjá fyrirtækinu á meðan konan lét af störfum eftir atvikið þar sem hún mætti aðgerðaleysi yfirmanna í kjölfarið og ábyrgð hennar í starfi minnkuð án skýrina.




Tengdar fréttir

Isavia gert að greiða bætur fyrir kynferðislega áreitni starfsmanns

„Dómurinn var að falla í dag,“ svarar Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, þegar fréttamaður spurði hana hvort það væri eðlilegt að starfsmaður, sem beitti undirmanns sinn kynferðislegri áreitni, væri enn við störf hjá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×