Innlent

Félagsmönnum í VR gert auðveldara að kjósa forystu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristinn Örn Jóhannsson er núverandi formaður VR.
Kristinn Örn Jóhannsson er núverandi formaður VR.
Nokkrar lagabreytingar voru samþykktar á framhaldsaðalfundi í VR sem lauk á tólfta tímanum í kvöld. Þar á meðal var tillaga frá Rannveigu Sigurðardóttur sem mun meðal annars gera almennum félagsmönnum í félaginu auðveldara að kjósa forystu.

Nokkrum lagabreytingatillögum var hins vegar hafnað. Samkvæmt heimildum Vísis var það meðal annars um að ræða tillögu um að bókhald VR yrði birt á Netinu.

Á fundinum lýsti Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur yfir framboði til formanns VR. Formaður verður kosinn í mars.

Nokkur styr hefur staðið um VR að undanförnu og á stjórnarfundi sem haldinn var í félaginu fyrir áramót var Kristni Erni Jóhannssyni, formanni og framkvæmdastjóra, sagt upp stöðu framkvæmdastjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×