Innlent

Þúsundir bíða eftir afgreiðslu umsókna um 110% leiðina

Þegar árið var hálfnað biðu fleiri en 8000 manns eftir að umsóknir þeirra vegna 110 prósent leiðarinnar fengju afgreiðslu, en fjölmörg fyrirtæki bíða einnig eftir skuldaaðlögun.

Þetta kemur fram í nýjustu Peningamálum Seðlabankans. Þar kemur fram að skuldir Íslendinga vegna íbúðakaupa hafi lítið breyst á síðasta ári, en aðrar skuldir hafi hins vegar lækkað lítillega.

Fjölmargir hafa sótt um niðurfærslu á húsnæðislánum sem eru hærri en sem nemur 110 prósentum af verðmæti fasteignar, en í lok júní höfðu rúmlega 2.600 heimili fengið umsóknir sínar afgreiddar. Margfalt fleiri voru hins vegar í biðstöðu, því 8.100 umsóknir biðu þá afgreiðslu vegna 110 prósent leiðarinnar.

Fjölmörg fyrirtæki bíða einnig úrlausn skulda sinna. Í lok maí síðastliðins höfðu viðskiptabankarnir þrír gert tæplega 3.500 fyrirtækjum tilboð um skuldaaðlögun, sem um sextíu prósent fyrirtækjanna þáðu. Á sama tíma var áætlað að um 3.250 fyrirtæki til viðbótar þurfi á slíkri aðstoð að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×