Innlent

Varar við „tröllasögum“ um okurleigu

Sigurður helgi Guðjónsson
Sigurður helgi Guðjónsson
Viðkvæmur leigumarkaður Formaður Húseigendafélagsins segir sögur af einstökum dæmum um okurleigu geta valdið titringi á leigumarkaði.
Óvíst er hvers konar áhrif fyrirhuguð innreið Íbúðalánasjóðs mun hafa á leigumarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Hann bætir því við að sögusagnir um háa leigu skaði markaðinn.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Íbúðalánasjóður hyggist setja á annað hundrað íbúðir í leigu á næstu tólf mánuðum.

Húseigendafélagið fer með hagsmuni leigusala, en Sigurður varar við „tröllasögum“ um háa húsaleigu sem geti haft neikvæð áhrif á markaðinn.

„Við munum bíða og sjá hver áhrifin verða. Hins vegar er vont að láta tröllasögur af einstökum dæmum stýra markaðnum og valda titringi.“

Sigurður segir markaðinn vera viðkvæman fyrir þess konar umræðu.

„Ein frétt um okurleigu getur orðið til þess að hækka leigu hjá fjölda fólks. Það má því ekki alhæfa út frá einstökum dæmum því að um níutíu prósent af öllum íbúðum eru í langtímaleigu á föstu gjaldi.“

Sigurður segir það einnig gleymast í umræðunni að í raun hafi leiga ekki hækkað mikið hér á landi eftir hrun, fyrr en nú á allra síðustu mánuðum.

„Svo hefur kostnaðurinn við að reka húsnæði líka rokið upp á sama tímabili, þar sem skattur af leigutekjum hefur hækkað úr fimmtán prósentum upp í 25. Þannig er ekki óeðlilegt að leiga hækki að sama skapi.“

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×