Innlent

Afli í júlí minni í ár en í fyrra

Þorskafli var svipaður í júlí 2011 og 2010, rúm 8.800 tonn.
Þorskafli var svipaður í júlí 2011 og 2010, rúm 8.800 tonn. fréttablaðið/jón sigurður
Heildarafli íslenskra fiskveiðiskipa var rúmlega ellefu prósentum minni í júlí 2011 en í sama mánuði í fyrra. Er þá miðað við fast verðlag. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Alls veiddust 103.531 tonn í júlí í ár, en 116.942 tonn í júlí 2010.

Það sem af er árinu hefur aflinn þó aukist um 4,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, einnig metinn á föstu verði. Alls veiddust 26 þúsund tonn af botnfiski í júlí í ár, sem er rúmlega eitt þúsund tonnum minna en í fyrra. Munar þar mestu um að að ýsuafli dróst saman um 1.500 tonn. Þorskaflinn jókst hins vegar lítillega, eða um 63 tonn og karfinn umtalsvert, eða um 1.700 tonn.

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×