Innlent

Leiguvél á leið til Skotlands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leiguvél er á leið til Inverness í Skotlandi til að sækja farþega Iceland Express. Ástæðan er sú að vél á vegum Iceland Express sem farþegarnir voru í millilenti þar af öryggisástæðum fyrr í dag.  Um borð í vélinni voru 146 farþegar og áhöfn. Upplýsingafulltrúi Iceland Express segir að farþegarnir hafi fengið reglulega smáskilaboð um stöðu mála og fengið nóg af mat og drykk meðan þeir hafa þurft að bíða.

Ákveðið var að senda leiguvél eftir farþegunum í stað þess að láta þá bíða eftir því, að flugvirkjar yfirfari vélina.   Reiknað er með að leiguvélin fari frá Inverness um klukkan 21 að staðartíma. 


Tengdar fréttir

Eru strandaglópar í Skotlandi

Flugvél Iceland Express frá Kaupmannahöfn sem lenda átti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag, varð að lenda af öryggisástæðum á flugvellinum í Innernes í Skotlandi. Engin hætta reyndist á ferðum, en viðvörunarljós virðist hafa bilað. Um borð voru 146 farþegar og áhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×